Veitingarhúsið Hrísafell er í austanverðri Helgafellssveit, rétt vestan við Skógaströndina. Veitingahúsið er í fallegu umhverfi, þar sem Ljósufjöllin blasa við til suðurs, en eyjar Breiðafjarðar til norðurs. Útsýnið til vesturs mótast af einu fegursta fjalli Íslands, Drápuhlíðarfjalli.

Í Hrísafelli er áhersla lögð á að bjóða upp á rétti úr geitakjöti, auk annarra veitinga.

Veitingastaðurinn er eingöngu opinn fyrir hópa og panta verður veitingar fyrirfram. Unnt er að taka á móti allt að 40 manna hópum. Frekari upplýsingar er hægt að fá frá netfanginu sif hjá  hrisakot.is eða í síma 8981124.

Boðið er upp á kynningu um geitur á meðan snætt er, ef þess er óskað. Hrísafell er í landi sveitabæjarins Hrísakots, þar sem fram fer geita- og hrossabúskapur, með um 80 vetrarfóðraðar geitur.