Geitur eru víða nýttar. Helstu afurðir geitarinnar eru mjólkin, kjötið og fiðan (ullin).

Kjötið er aðallega nýtt af kiðum. Það er ólíkt lambakjöti og er fitulítið en próteinríkt. Sumir telja meira villibragð af kiðakjöti en af lambakjöti.

Geitamjólk er m.a. nýtt við framleiðslu á geitaostum. Geitaostar eru yfirleitt bragð- og lyktarmiklir og þykja lostæti.

Geitafiðan (ullin á geitunum) af íslensku geitunum er af einstökum gæðum og er jafnað við kasmírull (cashmere), sem reyndar er tekin af geitum í Asíu. Fiðan er kembd af geitunum og unnin í Uppspuna, Rangárvallasýslu, sem vinnur ull og fiðu. Geitafiðan er mjög fínt hráefni fyrir margvíslegan spariklæðnað og barnaföt.